
Þetta er hesthúsið mitt.
Komið inn og sjáið hvernig lítur út hjá okkur.




Mamma mín býr í bænum yfir veturinn. Hesthúsið hennar er staðsett í litlu hestaþorpi og á hún fullt af góðum og skemmtilegum nágrönnum.
Nauðsynleg er einnig að skreppa út á hverjum degi, í gerðinu hittumst við og leikum okkur saman og gerum það sem hestar í stóðinu gera...
Við erum með eina fóðurgeymslu og eina hnakkageymslu þar sem allt er geymt af ykkur til að láta fara vel um okkur hestana.
Þar sem þetta er heimilið okkar viljum við að þið gangið vel um og það má ekki hræða okkur með því að vera með læti í húsinu...
Herbergin okkar sem heita stíur eru oft ekki svakalega stórar en alveg nógu stór fyrir einn og jafnvel tvo hesta. Okkur finnst yfirleitt gott að vera nálægt hverju öðru og hafa margir hesta í kringum okkur. Við hestarnir erum félagsverur alveg eins og maðurinn og okkur finnst ekkert verra en að vera aleinir. Til að skapa ekki vandræði erum við tillitssöm við aðra hesta og erum ekki með mikil læti svo allir geti hvílt sig þegar þeir vilja.