






















Hér sjáið þið Skjónu sem er vinkona mín. Hún og Mía knapinn hennar sem er 6 ára, eru búnar að æfa sig mikið saman og eru miklar vinkonur. Til að fá góða tilfinnigu fyrir hana Skjónu fer Mía mjög gjarnan berbakt á hana. Þá er hún bara með beisli en ekki með hnakk.
Bakið hennar Skjónu er enn of hátt uppi að Mía á erfitt að komast á hana ein. Hún gæti gert það eins og flestir fullorðnir sem fara á bak á stórum hestunum, að setja kassa undir fæturnar sína og hoppa svo upp, eða fengið hjálp frá fullorðnum sem ýtir henni upp frá gólfinu.
...Þegar Mía er komin á bak tekur hún tauminn upp, situr beint í baki og horfir fram.
Til að fara af stað gefur Mía skjónu smá pláss fram með tauminn og þrýstir leggnum aðeins að síðu hestsins og þá fer hún af stað.