top of page

Hér sjáið þið Skjónu sem er vinkona mín. Hún og Mía knapinn hennar sem er 6 ára, eru búnar að æfa sig mikið saman og eru miklar vinkonur. Til að fá góða tilfinnig fyrir hreyfingunum hennar Skjónu fer Mía mjög gjarnan berbakt á hana. Þá er hún bara með beisli en ekki hnakk.

 

Skjóna er stór og bakið er hátt uppi svo að Mía á erfitt að komast á hestbak alein. En hún finnur leið ef engin er við til að hjálpa henni.  Þá tekur hún kassa, eða eitthvað annað til að stíga upp á, og þá kemst hún  á hestbak.

...Þegar Mía er komin á bak heldur hún mjúklega um tauminn, situr bein í baki og horfir fram.

Til að fara af stað passar Mía að taumurinn er laus og þrýstir kálfunum aðeins að siðu hestsins og þá fer Skjóna af stað.

 

Til að hægja á sér eða stoppa hallar Mía sér aðeins aftur á bak, tekur í tauminn og segir rólega „ Hóóó!“ Um leið og Skjóna svarar hættir Mía að taka í tauminn og situr eðlilega á baki. Það er mikilvægt að umbuna þegar hesturinn gerir rétt og ekki halda áfram að biðja hestinn um að t.d. stoppa þegar hann er nú þegar orðinn kyrr.

 

Til að beygja  tekur Mía létt í tauminn þeim meginn sem hún vil beygja, horfir í þá átt og notar líkamann til að aðstoða hestinn.  Þegar hestur er að beygja rétt er hann eins og banani, ef horft er ofan á hestinn.  Ef Mía snýr öxlunum eins og bogi hestsins og setur innri öxl til baka, ytri fram og setur mjaðmirnar eins og hestsins, innri mjöðm fram, þá kemur innri fæti knapans aðeins framar og ytri fæti aðeins aftar.  Fæturnir geta aðstoðað hestinn að sveigja sér í skrokknum og halda sporið, en setbeinin eru líka að segja hestinum að beygja.  Hesturinn finnur meiri þyngd að innra setbeini þegar mjöðmin fer fram og honum langar að ganga inn undir þyngd knapans og þess vegna beygir hann.  En það er líka mjög mikilvægt að horfa þangað sem maður vill fara.

Mjög góð leið til að æfa sig í að stjórna hestinum er að vera inn í reiðgerðinu og reyna að fylgja reiðleiðinum sem til eru. Þá verður maður að halda sér í ákveðnum línum og fylgja þeim milli bókstava inn á reiðvellinum.

 

Þar sem Mía og Skjóna eru farnar að skilja hvor aðra svo vel geta þær líka farið í þrautir eða jafnvel í útreiðtúra og finnst þeim það æðislega gaman.

 

Í lok hvers ferðalags fer Mía af baki og gefur Skjónu smá nammi sem umbun og til að þakka fyrir sig, og leyfir henni svo að velta sér í gerðinu. Okkur finnst það mjög gott þegar við erum búnir að svitna mikið, þó að við lítum út eins og svín eftir á:)

 

bottom of page