top of page

Í dag getum við flogið um allan heim. Fjölskyldan mín hefur því dreift sér um víðan völl og margir frændur mínir og frænkur eru orðnir íþróttahestar og keppa á heimsmeistaramótum. Á heimsmeistaramóti koma bestu íþróttahestarnir og knapar þeirra saman til að keppa á móti hver öðru

 

"Einu sinni fyrir langa löngu komu fyrstu víkingarnir frá Nor›urlöndunum til Íslands. þeim leist svo vel á landið að þau ákváðu að flytja til þessarar eyju í Norðuratlantshafi. En til þess þurftu þeir að flytja búferlum og taka með sér dýr sem gætu hjálpað þeim, því að í gamla daga voru engin tækni og vélar til eins og við þekkjum í dag.

Víkingarnir þurftu á virkilega sterkum og vinnusömum hestum að halda. Eins og þú kannski veist þá fóru víkingar í ræningjaferðir og rændu stundum hestum. Hestarnir komu þá frá ólíkum löndum og af mismunandi hestakynum.

Stundum fer ég í heimsókn til ömmu minnar. Hún er dásamleg. Amma er mjög klár að segja frá, hún gerir allt svo spennandi og skemmtilegt. Mér finnst rosalega gaman að láta hana segja mér söguna um hvernig frændfólkið okkar í gamla

daga kom til Íslands og hvernig lífið okkar hefur breyst síðan.

 

Út frá þessum púsluspili þróaðist hesturinn í margar tegundir og þar á meðal varð til íslenski hesturinn eins og hann er í dag.

Hraustur, sterkur og viljugur.

 

Fyrir 100 árum síðan voru hestarnir fyrst og fremst hjálpartæki við vinnu í sveitunum, eða notaðir sem farartæki. Hesturinn varð því eins konar vinnufélagi. En þegar vélarnar og bílarnir tóku við vinnu hans varð hann meira eins og leikfélagi og ræktaður sem reiðhestur. 

bottom of page