top of page

Þegar við lékum okkur öll saman meiddum við okkur stundum og þurftum að fá mömmuknús. En við þurftum að vita hvar meiddið okkar var.  Það er því gott að vita hvað líkamshlutar okkar heita ef eitthvað fer úrskeiðis í líkamanum. Veist þú hvar nefið mit

Brúnn 

Rauður

Rauður

Leirljós 

Bleikálóttur 

  Vindóttur

Jarpur 

Bleikskjóttur

Fax

Nasir 

Tagl

Hófur

Síða 

Hófskeggur

Háls

Brjóst

Bak

Nef 

Ennistoppur

Kverk 

Bógur 

Lend 

  Læri 

Hækill 

Fet

Brokk

Skeið

Tölt

Stökk

Á fallegum vordegi leit lítið hestfolald dagsins ljós. Það var mosótt á litinn og með stjörnu í framan. Þessi litli höfðingi var ég herra Litli Mosi. 

Ég man ekki mikið sjálfur eftir fyrstu klukkustundum lífs míns, en mamma mín segir mér reglulega söguna af því þegar ég reyndi að komast á fætur í fyrsta skipti.  Hún skemmtir sér alltaf konunglega yfir þeirri sögu..... það var víst mjög fyndið..... En vissir þú að folöld standa á fætur innan við klukkutíma frá því þau fæðast og geta stuttu síðar gengið, hlaupið um og leikið sér?

 

Þegar ég var búinn að sortera fæturna mína uppgötvaði ég að ég get notað þá á mismunandi hátt. Mamma sagði mér frá gangtegundum sem hver hestur er með, en við íslenskir hestar eru einnig með tölt og skeið sem aðrir hestar hafa ekki stjórn á. Ég þurfti strax að prufa...

 

Svo fæddust fleiri og fleiri folöld í haganum okkar og ég fékk fullt af leikfélögum.

Við vorum flest mismunandi á litinn og með mismunandi merkingar. Vissir þú að enginn hestur í heiminum er alveg eins ? Ég er því alveg einstakur íslenskur hestur.  

bottom of page