top of page

Hesthúsið

Hesthúsið er heimili hestanna. Þar á þeim að líða vel og finna fyrir öryggi.  En mikilvægt er að hesturinn hafi nógu mikið pláss í stíunni sinni til að hreyfa sig og leggjast.  Gæta þarf þess að það sé ekkert í umhverfi hestsins sem hann getur slasað sig á, eins og til dæmis glerbrot eða oddhvassir hlutir. Hesturinn er hópdýr og þarf félagsskap frá öðrum hestum.

Það eru til mismunandi gerðir af hesthúsum í heiminum.  Á Íslandi eru flestir með stíur í hesthúsunum.  Mikil vinna fylgir því að vera með hesta á húsi.  Það þarf ekki bara að fara í reiðtúr, heldur þarf að gefa hestunum hey og kemba þeim vel. Mikilvægt er að hleypa hestunum út í gerði til að hreyfa sig, moka út flórinn, sópa og gera umhverfið snyrtilegt. En flestum hestamönnum finnst þetta skemmtilegt og hluti af hestamennskunni. 

Stíur

Opið Hesthús

Hér sjáið þið hesthús með stíum þau eru algengust á Íslandi.  Hestarnir hafa allir sitt svæði, en eru samt nálægt hver öðrum og geta haft samskipti sín á milli.

Þetta hesthús er alveg opið og hestarnir eru saman í hóp.  Þeir hafa nóg af plássi til að hreyfa sig og hafa samskipti við hina hestana.

Í þessu hesthúsi eru engir veggir á milli hestanna, heldur eru þeir allir saman í risastórri stíu. 

Læri

Nári

Síða

Hestarnir sem eru í hesthúsi verða að fá að fara út á hverjum degi til að fá ferskt loft, hreyfa sig, velta sér eða leika við hvern annan. 

1. Tryggja öryggi fyrir þig og hestana

 

2. Rólegt umhverfi, ekki hlaupa og öskra í kringum þá.

 

3. Virða og skilja hestinn

 

4. Virða heimili hestanna og ganga frá hnakk,hjálm og beisli.

 

5. Koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir koma fram við þig.

Vatnsslanga

Kústur

Mykjugafall

Stíuskofla

Hjólbörur

fata

Reglur í hesthúsi

Tungumál hestanna

Hesturinn hlustar...

Hesturinn er að fylgjast með...

Hesturinn er að slappa af...

Hesturinn er reiður...

bottom of page