top of page

Hestar um viðan völl

Það eru til um 250 hestategundir í öllum heiminum. Íslenski hesturinn og reiðmennska sem við þekkjum er bara brot af hestaheiminum.  Fjölbreytileikinn er mikill.  Mikill munur getur verið á stærð, útliti og gerð hestsins. 

Til eru hestar sem geta verið allt að tveir metrar á herðarkamb eins og "Shire" hesturinn og svo eru aðrir sem eru á stærð við meðalstóran hund eins og "Falabella".

Margir hestar í heiminum hafa þróast út frá svipuðum tegundum, en ræktunarval, áherslur, veðurfar, landslag og fóður hefur einnig haft áhrif á þróun nýrra tegunda. Hestategundir hafa þróast mismunandi eftir svæðum, bæði vegna landslags, hitastigs, en einnig af áhrifum mannsins, sem velur saman hross til að rækta,  sem eru líklegust til að ná fram ákveðnum eiginleikum sem hafa verið taldir góðir og æskilegir, eins og ganglag, hreyfingar eða ákveðin útlitseinkenni, litir, geðslag o.fl.

Ræktunarmarkmiðin eru mismunandi eftir hestakynum og eru þau mjög breytileg eftir því til hvers er vænst af hestinum. Á að þjálfa hann sem reiðhest, til að draga kerru eða til að keppa t.d. í hindrunastökki eða hest sem hentar börnum. Hjá sumum hestategundum þarf hesturinn að uppfylla ákveðnar kröfur, svo hægt sé að skrá hestinn í ættbók, svo hægt verði að samþykkja hann í ræktun.  Þetta geta verið kröfur um stærð, gerð, lit, hreyfingar og margt fleira. 

Íslenski hesturinn er mjög hraustur, sterkur og fótviss. Hann þolir vel veðurfarið á Íslandi á veturnar, þar sem getur orðið mjög kalt. Hestakynin eru flokkuð í mismunandi og marga flokka.

Smáhestar

Smáhestar er allir frekar litlir. Þeim er aðallega riðið af börnum og telst hestur vera smáhestur ef hann mælist ekki hærri en 148 cm á herðakamp.

Smáhestar geta verið mjög breytilegir bæði í útliti, stærð, gerð og hegðun. Sumir eru mjög rólegir á meðan aðrir eru næmari. Sumir eru grófir, eins og litlir dráttarhestar t.d. "Shetlandspony" en aðrir eru nettari og fínlegri eins og t.d. "Welsh mountain pony". 

Sumir hestar eru notaðir meira í reið, á meðan aðrir eru notaðir fyrir framan vagn eða bara sem félagsskap. Þrátt fyrir að íslenski hesturinn sé búin að stækka mikið síðustu áratugi, þá mælist hann enn sem smáhestur í flestum tilvikum. 

Litagleðin er mikil í þessu hestakynjum og geta smáhestar eða "pony" hestar  verið mjög breytilegir milli kynja. 

Varmblóðshestar

Varmblóðshestar/reiðhestakyn eru meðalstórir og flokkast á milli heitblóðshestakyn og kaldblóðshestakyn. Hér flokkast flest reiðhestakyn sem eru notuð í hestaíþróttum út um allan heim, reiðhestar sem keppnishestar. Þeir mælast stærri en 148 cm á herðakamb og oft á milli 155 og 160 cm á herðakamb.  

Til eru ótal marga tegundir og hafa  flest þeirra verið ræktuð í langan tíma til að ná fram ákveðnum eiginleikum og útliti. T.d. að brokka hratt fyrir framan vagn eða að vera góðir í að stökkva yfir hindranir. Dæmi um varmblóðshestar eru "Frieser" og "Lipperzanerhest".

Heitblóðshestar

Heitblóðshestar eru næmir og viðkvæmir.  Þeir eru léttbyggðir og fínlegir með þunna húð og granna liði. Oft eru þeir notað í kapphlaup þar sem þeir geta hlaupið mjög hratt.  Þeir eru ekki fyrir hvern sem er og geta oft verið mjög dýrmætir. Dæmi um heitblóðshestakyn er Arabískihesturinn og "English Toroughbred".

Kaldblóðshestar

Kaldblóðshestar eru oft notaðir sem vinnuhestar eða dráttarhestar, þeir eru grófbyggðir, oft stórir, þungir og mjög sterkir.  Þeir eru með stóra hófa, grófa liði, þykka húð og grófan feld.  Oft eru þeir frekar rólegir og yfirvegaðir. Dæmi um kaldblóðshestakyn er Fjarðarhesturinn, "Shire" og "Tinker".

bottom of page