top of page

Umhirða

Hvernig fer ég að hestinum?

Þegar þú ert að byrja á að umgangast hesta er mikilvægt að hafa góðan og traustan einstakling með þér til að kenna þér að umgangast og nálgast hesta sem veita þér öryggi.  Lítil börn þurfa fylgd fullorðinna, þar sem hestar eru stór dýr með sjálfstæðan vilja.  Hestur getur verið 350 - 400 kg. Ef þú veist ekki hvernig þú átt að hafa samskipti við hestinn er hann fljótur að nota tækifærið og gera það sem honum finnst þægilegast.  Hesturinn þarf að treysta þér og virða, en það gerist helst ef þú hefur skilning á hegðun hestsins, atferli hans og eðli.  

Við þurfum að læra að skilja hestinn og lesa úr hegðun hans, hvernig honum líður og hvernig hann er að skilja okkur og bregðast við mismunandi hlutum.

Þegar þú ert aðeins eldri og meira vön því að vera í kringum hesta, verður þú rólegri og ákveðnari í kringum þá. Um leið og þeir finna fyrir spennu eða hræðslu getur þú lent í miklum vandræðum. 

Hvernig set ég múl á hestinn?

1. Þegar þú nærð í hestinn, þá þarf að nálgast hann rólega, koma að hlið hans við bóg og láta vita af sér.

 

2. Best er að taka undir kjálka hans þegar múllinn er settur á.

 

3. Höndin sem er nær hestinum heldur um kjálkann og hinn í múlinn.

 

4. Best er að halda í hnakkastykki múlsins eins og á myndin og færa múlinn varlega yfir höfuð hestsins.

 

5. Múlar geta litið mismunandi út eftir gerðum, spenna þarf lausar ólar og krækjur.

 

 

Til að taka múlinn af, opnar maður ólar og krækjur og færir hann varlega af höfði hestsins.  Til að þakka fyrir samveruna, er hægt að strjúka hestinum eða klóra honum á ennið.

Til að geyma hestinn í smá stund, eða til að kemba og leggja á hann er gott að binda hann. Mikilvægt að gera hnút sem er fastur en sem opnast samt ef þarf, eins og þegar hesturinn óvart festir  sig svo að hann slasist ekki. Þess vegna er til sérstakur hestahnútur sem hægt er að leysa auðveldlega með að toga í lausa endan. 

 

Svona býrðu hann til: 

Að teyma hestinn

Vatnsslanga

Hesturinn þarf annaðhvort að vera með múl eða beisli með taum svo hægt sé að teyma hann.

Það má alls ekki vefja tauminn um höndina, því þá getur höndin orðið föst í taumnum, ef hesturinn kippir í eða bregður.

Það er hægt að teyma hestinn á eftir sér.  Hér reynir á leiðtogahlutverkið því hesturinn á að fylgja af fúsum og frjálsum vilja, best er að ganga ákveðið og hiklaust áfram og hesturinn á að fylgja þér en samt halda sinni stöðu og ekki ganga á hælarna þina. 

Þegar þú teymir hest við hliðina á þér, þá heldur þú mjúklega um tauminn ca 30-40 cm frá höfði hestsins með höndina sem er nær hestinum og hin höndin heldur á taumendanum. Mikilvægt er að passa að taumurinn dragist ekki eftir jörðinni, því hesturinn getur fest sig í honum eða brugðið eða þú getur dottið eða fest þig. Til að stjórna hestinum er notaður taumur, hljóðmerki sem er gefið með röddinni og líkamstjáning. Líkamstjáning þýðir að þá þarf að nota líkama sinn til að  gefa hestinum skilaboð. Það getur t.d. verið að halla efri hluta líkama fram til að fá hestinn til að fara áfram og halla sér aftur til að hægja á hestinum eða fá hann til að stoppa.  Staðsetning þín þegar þú teymir hestinn við hlið þér, á að vera við bóg hestsins.  Ef þú ert of framarlega getur þú virkað hamlandi og of aftarlega hvetjandi, ásamt því að þú nærð ekki að stjórna taumnum og gætir farið að "hanga" í taumnum.  

Vellíðan hestsins

Til þess að láta hestinum líða vel, verður að hugsa vel um hann. Flestir hestar njóta þess að láta kemba sér. Nauðsynlegt er að kemba áður en hnakkurinn er lagður á, annars geta óhreinindi verið undir hnakknum og meitt hestinn. Stundum er hægt að þvo hestinum með vatni og sjampói. Maður þarf að vera duglegur að þvo alla sápuna úr feldinum, annars klæjar hestinum. Það er líka mikilvægt að þurrka hestinum vel á eftir svo hann verði ekki veikur ef það er kalt úti.

Járnklóra

Bursti

Svampur

Greiða

Hófkraka

Svitaskafa

Kambur

Alltaf á að fylgja áttinni sem hárin liggja og kemba með ákveðnum og löngum hreyfingum. Passa þarf að láta hestinn vita af sér svo honum bregði ekki. Gott er að nota kamb eða bursta sem er sérstakla hugsaður fyrir fax og tagl til að reyta ekki hár úr að óþörfu.

Til eru margar gerðir af kömbum og burstum. Íslenski hesturinn getur orðin ansi loðinn yfir vetratíman og útlit hans breytist mikið milli árstíma, allt frá þykkum vetrarfeldi yfir í fallegan og glansandi sumarfeld. Það á að kemba feld hestsins í sömu átt og hárin liggja og þegar hesturinn er að fara úr hárum þarf að hjálpa honum að losa sig við hár svo þau safnast ekki í kleprum og valdi óþægindum undir hnakk og gjörð. hárflókanum.

Járnklóran er mjög góð yfir vetratímann, þegar hesturinn er í þykka feldinum sínum, en hún er ekki notuð á sumrin, en þá er feldur hestsins þynnri og hárin styttri. Hestinum gæti fundist það óþægilegt eða meiðst. Járnklóran er frábær þegar hesturinn er búinn að velta sér úti í drullupoll og er með leir í feldinn. Einnig þegar hesturinn er að fara úr hárum. Kemba þarf varlega yfir svæði eins og herðablöð og nota mjúka kamba á fætur hestsins, til þess að meiða hann ekki.

Þegar þú greiðir taglið er best að standa við hlið hestsins, en ekki beint fyrir aftan hann. Ef þú ert beint fyrir aftan hestinn, þá getur hesturinn ekki séð þíg og hugsanlega brugðið. Ef hann verður mjög hræddur og bregður gæti hann jafnvel sparkað og þú getur meitt þig. Nota þarf kamb eða bursta sem reytir ekki hárið af að óþörfu. Sniðugt er að nota efni sem má fara í fax og tagl ef það eru miklar flækjur, sem gerir það auðveldara að leysa úr hárflókanum.

Til að vera viss um að allt er í lagi með hófa hestins og skeifur er mikilvægt að hreinsa hófar fyrir og eftir reið. Steinar eða annað geta fest sig og meitt hestinn. Skeifan getur verið laus eða hafa færst til. Nota þarf hófkrækja til að hreinsa hófinn, hreinsa þarf vel en varlega úr hofnum og meðfram hóftunguna. Hóftungan er þófa eins og þríhyrningur í lagið í miðja hófsins sem dempar högg og dælir blóði aftur upp í fótinn og er því mikilvægur fyrir heilbrigði hófsins og hestsins.

Stattu við hlið hestsins og snúðu þér aftur í átt að taglinu, eins og á myndinni.. Strjúktu niður meðfram afturfætinum, færðu höndina að innanverðu frá hækli og niður og lyftu varlega fótinum upp. Settu hnéð sem er nær hestinn undir fótinn til að styðja við. Hesturinn á ekki að leggja þyngd sína á þig heldur bara liggja létt við fótinn þinn. Mikilvægt er að hesturinn standi vel í hinn fótinn áður en þú biður hann um að lyfta upp fæti.

Stattu við bóg hestsins með bakið í átt að höðfi hans og andlit þitt í átt að tagli hestsins, strjúktu með hendinni sem er nær hestinum niður eftir framfætinum, lyftu fætinum fyrir neðan kjúkuna og haltu svo utan um hófinn, með höndinni sem er nær hestinum. Hesturinn má alls ekki leggja þyngd sína á þennan fót, heldur á hann að standa í jafnvægi og vera afslappaður í fætinum. Mikilvægt er að fá aðstoð þegar þú ert að læra að taka upp fætur hestsins.

Stundum þarf að þvo hestum, en það er gott að gera það ekki oft þar sem þeir þurfa á fitunni í feldinum að hald, til þess að halda á sér hita. Hestar sem eru að fara að keppa eða eru í sýningum eru oft þvegnir til að verða hreinir og fínir. Það þarf að venja hestinn við baðið, þar sem þeim getur fundist það óþægilegt fyrst og verða hræddir.

Hlaupabretti eru ekki í öllum hesthúsum, en eru til sum staðar og eru þá notuð sem viðbótarþjálfun eða til að hita þá upp eða láta hestana slaka á og jafna sig eftir þjáflun eða byggja vöðvana upp eftir meiðsl. Hægt er að stilla hlaupabrettið á mismikinn hraða og einnig er hægt að láta hestinn vinna í smá halla eins og hann væri að ganga upp í móti eða hlaupa upp brekku.

Önnur viðbótarþjálfun er að láta hestinn fara í sund. Hesturinn fær þá tilbreytingu í þjáflun og sund er oft notað til að byggja upp hesta t.d. ef þeir hafa slasast. Í sundi getur hesturinn byggt upp þol og þrek en álag á fætur, bein, sinar og liði er miklu minna, heldur en þegar farið er í reiðtúr.

Hitalampar eru stundum notaðir fyrir hesta. Þeir eur notaðir til að mýkjja vöðva og fá hestinn til að slaka á. En þeir eru einnig notaðir til að þurrka þá, t.d. eftir sundþjálfun eða þegar búið er að baða þá.​

Þú mælir stærð hestsins að herðakambi.

bottom of page