top of page

Keppni

Keppnisheimurinn í kringum íslenska hestinn er orðinn mjög stór.  Á hverju ári eru haldin stór mót fyrir Íslenska hestinn t.d. er haldið Íslandsmeistaramót á hverju sumri bæði fyrir fullorðna og yngri flokka.  Annað hvert ár er haldið Landsmót og það er alltaf haldið á Íslandi.  En annað hvert ár er haldið Heimsmeistaramót,  það er hinsvegar aldrei haldið á Íslandi vegna þess að hestar sem einu sinni hafa flutt frá Íslandi megi ekki koma aftur.

 

Þegar knapar eru að byrja að stíga sín fyrstu skref í keppnismennsku er oft byrjað á litlum mótum á sínum heimavelli eins og á félagsmóti, og aldrei er að vita ef knapinn endar svo jafnvel í landsliði síðar meir eða á Heimsmeistaramóti eða Norðurlandamóti og keppi fyrir Ísland.

Íþróttakeppni og gæðingakeppni, eru keppnisgreinar sem eru dæmdar eftir mismunandi kerfi.  Í iþróttakeppni keppir knapinn fyrir félagið sem hann er skráður í og mikil áhersla er lögð á nákvæmni, réttan hraða og gott samspil milli hests og knapa. Þá þarf að ríða mjög nákvæmar gangskiptingar og sýna góða reiðmennsku, t.d. þarf að skipta um gangtegund akkúrat á miðri skammhlið.  Greinar í íþróttakeppni eru t.d. tölt (T1), fjórgangur (V1), fimmgangur (F1) slaktauma tölt (T2) og gæðingaskeið.  Það eru ýmist þrír eða fimm dómarar sem dæma. Gefin er meðaltal af heildareinkunn frá þremur dómurum, ef dómarar eru fimm að dæma, þá er hæsta og lægsta talan tekin frá og síðan er einkunn reiknuð út. EInkunnir er á bilinu 0-10.

Hægt er að keppa í mismunandi greinum og líka mismunandi flokkum. Meistaraflokk,opnum flokk,  og fullorðinsflokk, sem er yfirleitt skipt í tvo flokka. Börnum og unglingum er síðan skipt eftir aldri. Pollaflokkur fyrir minnstu börnin, 9 ára eða yngri,  Barnaflokkur er upp að 13 ára, unglingflokkur fyrir 14-17 ára og Ungmennaflokkur sem er fyrir 18- 21 árs. 

Keppnisflokkar

Íþróttakeppni

Í gæðingakeppni er hesturinn að keppa fyrir félagið sem eigandinn eða eigendur hestsins eru skráðir í.  Í gæðingakeppni er mikilvægt að hesturinn sé að sýna fas og útgeislun og eins og í íþróttakeppni þarf hann að vera með góðar gangtegundir. Sýndur er meiri hraði og ekki eru jafnmiklar kröfur á nákvæmni og hvenær og hvar gangskipting er framkvæmd eins og í íþróttakeppni.  Einnig er gæðingakeppni riðin á stærri velli og hesturinn er einungis í dóm á langhliðum ekki skammhliðum.  Einkunnargjöfin er öðruvísi og er frá 5 - 10 og hesturinn fær einkun fyrir hverja gangtegund sem er sýnd. Einni er gefin einkunn fyrir vilja og fegurð í reið. Í yngri flokkunum er gefin einkunn fyrir ásetu og stjórnun.

Oftast er riðin forkeppni og siðan B-úrslit og sá sem vinnur B-úrslit ávinnur sér rétt  til að keppa í A-úrslitum. Á Landsmóti er riðin forkeppni, milliriðill og úrslit.

Gæðingakeppni

Í öllum keppnum er aðalmálið að hesturinn sé að sýna réttar og góðar gangtegundir.  Hesturinn þarf að ganga rétt og bera sig vel.  Reiðmennskan á að vera góð og ávallt til fyrirmyndar. 

Fleiri Keppnisgreinar

Pollarflokkurinn

Trek Keppni

Keppni í gangtegundum

Hlýðniskeppni

Skógarkeppni

Kynbótasýningar

Þú ferð að keppa þegar þú og hesturinn eruð klár í keppni og búin að æfa ykkur. Það getur verið gott að sjá hvar maður sjálfur og hesturinn stendur í samanburði við aðra. Mikilvægt er að hafa í huga að reyna að gera sitt besta og vera ánægður með það.  Maður þarf að æfa sig og læra af mistökum sínum.  Eins er hestur og knapi metin eins og hann er akkúrat þegar dómur fer fram og stundum geta mistök verið dýrkeypt og efstu sætin á toppnum verið fljót að breytast.  Mikilvægt er að sýna framúrskarandi íþróttamennsku og koma ávallt vel fram við hestinn sinn og samkeppendur. 

bottom of page