top of page

Saga hestsins

Saga hestsins hefst á risaeðlutímabilinu, hesturinn sem þá var til nefnist, frumhestur. Hann var jafnstór refinum og átti heima í skóglendi og mýrlendi. Litur hans var eins og sést á myndinni, en þannig gat hann falið sig best fyrir rándýrum.

Með tímanum stækkaði frumhesturinn og varð líkari hestinum eins og við þekkjum hann í dag. Ein af þeim hestategundum sem er enn mjög lík "gamla hestinum" er Przkewalski hestinn. Hann er í útrýmingarhættu og eru vísindamenn að reyna að láta stóðinn í mongólísku eyðimörkinni stækka aftur. Einnig er hægt að sjá þessa hesta í dýragörðum víðsvegar í Evrópu.

Saga íslenska hestsins byrjaði um leið og víkingarnar komu til Íslands. Víkingarnir áttu hvorki bíla né vinnuvélar og þurftu þess vegna á hestum að halda, sem voru hraustir og sterkir. Þegar víkingarnir fóru í ræningjaferðir, komu þeir með hesta með sér, sem með tímanum þróuðust í átt að Íslenska hestinum eins og hann er í dag.

Þar til vélar og bilar voru fundnir upp, þá var hesturinn vinnudýr fyrir þjóðina. Hann þjónaði bónda og býli. Allt frá því að plægja akrana til að bera timbur og ferja fólk milli staða. Þannig að hesturinn sinnti mörgum hlutverkum þangað til að hesturinn fór svo hægt og rólega að þróast meira í þá átt að vera notaður til frístundar og gamans frekar en vinnu.

Svo byrjaði tími útflutninga innan Evrópu. Hestarnir voru fluttir með skipum aðallega til Englands og unnu margir íslenskir hestar í námum.

Þegar vélarnar tóku yfir vinnu hestsins, þá var lögð meiri áhersla á að nota hestinn sér til ánægju og rækta reiðhest en ekki vinnuhest. Útlit og geta hestsins hefur breyst mjög mikið siðan vélar kom til sögunar. ´Hestarnar í dag eru miklu léttbyggðari, hærri á herðkamb, og með lengri fætur, einnig eru gangtegundir, fas og rými búið að þróast til hins betra og hentar betur þeim kröfum og þörfum sem við höfum í dag.

Eftir að flugvélar hófu að flytja hestinn á milli landa, þá hefur íslenski hesturinn breiðst út víðs vegar um veröldina. Mun auðveldar er að flytja hesta til útlanda og ferðatíminn er miklu styttri fyrir hestarna.

Í dag er íslenski hesturinn ræktaður um viðan völl.

bottom of page