top of page

Tengsl sem myndast á milli hests og barns eru oft mjög sterk og frábært er að horfa á þegar samspilið myndast.
Þau geta gefið hvort öðru traust og öryggi á mjög jákvæðan hátt.
Öll börn sem hafa áhuga á þessum dýrum ættu að hafa möguleika til þess að fræðast um hestamennsku og upplifa þá einstöku tilfinningu sem hestar geta gefið. Hestar geta til dæmis hjálpað fólki sem er með fötlun að efla hreyfivirkni og bæta andlega líðan og sjálfstraust.
Hugmyndin á bakvið Hófafjör liggur í því að gefa öllum krökkum tækifæri á að kynnast heimi hestanna og læra heilmikið um þessar skepnur og skapa vináttu. Litli Mosi og Draumey eru söguhestarnir fyrir yngri börnin og Prins og Blíða hins vegar munu leiða eldri krakkana í geggnum síðuna. 

Markmið Hófafjara:

 

Að veita börnum og unglingum fræðslu um íslenska hestinn, reiðmennsku og kennslu.

Að vinna að hagsmunamálum barna.

Að skapa sameiginlegan vettvang fyrir foreldra og börn, skóla og leikskóla

Hver stendur bak við Hófafjör?

 

 

 

 

Ég heiti Litli Mosi og er söguhesturinn. Ég er til í alvörunni og ég var svo heppinn að hitta hana Sóleyju. Hún sagði svo góðar sögur um mig að ég fékk að starfa í þessu hlutverki sem mér finnst æðislegt.

Frederike heiti ég og hugmyndin Litli Mosi byggir  á minni sögu og minni reynslu í tengslum við börn og hesta. Ég er lærður leikskólakennari og vinn einnig í sérkennslu. Hestarnir eru töframenn og þyrftu að fá miklu meira rými í stofnunum sem vinna með og fyrir börn.​

Til að nýta mér töfra hesta og barnanna enn meir, tók ég próf í Hippolini sem er reiðkennarapróf eftir FN sem sérhæfir sig á byrjendakennslu á mjög hest og barnvænan hátt. Kennslutímar eru mjög fjölbreytt og líflegt og passlega sniðið á þarfir hestsins og barnsins. 

Mig hlakkar til að vinna einnig við íslenskum krökkum í þessu. 

 

Ég heiti Anna Rebecka Einarsdóttir og er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hestum og ég veit að hestar geta hjálpað manni á ýmsan hátt, t.d. við endurhæfingu. Hestarnir hjálpuðu mér mikið þegar ég var að ná mér eftir alvarlegt slys. í gegnum hesta myndar maður líka vinatengsl og kynnist öðru fólki sem hefur áhuga á hestum.  Hestar geta kennt fólk að bera ábyrgð, sýna virðingu og umburðarlyndi og að taka og gefa í samskipti. Hestar gera mörg hjörtu hamingjusöm, bæði hjá börnum og fullorðnum. 

bottom of page