top of page
Umhirða

Okkur hestum finnst mjög gott að vera saman við öðrum hestum. Við erum stóðdýr og við viljum ekki að standa alein út í buskanum. 

Best er að fara í smá nudd eftir leikfími þegar við erum öll búin að vera mjög dugleg. Mikið hjálpa svona nudd til meðan við förum úr hárum. Sérstaklega þegar við förum yfir frá vetrarfeldi í sumarfeld. Það klæjir svo mikið undir háranum að nuddið bjargar okkur algerlega. 

En það sem Elsa kenndi mér var að láta kemba sig, og það kemur mjög nálægt hestanuddi. Ég fýla það alveg. 

Einu sinni kom litill strákur í hesthúsið og æfði sig að kemba okkur, en hann var svolitið groft og meiddi okkur með því að kemba á móti hárum og toga í taglinu okkar.  

Elsa kom okkur til hjálpar og kenndi stráknum að gera rétt og nóta mismunandi bursta.

Þegar þú greiðir taglið er best að standa við hlíð hestsinsog greiða varlega og meiða ekki hestinn. 

Það á að kemba feld hestsins í sömu átt og hárin liggja.

fóðrun

Þegar ég var alveg nýfæddur var það fyrsta sem ég fekk í magan mjólk frá júgrinu hjá mömmu minni. Fyrsta mjólkin sem kemur frá nýkastaðri meri er kölluð broddmjólk. Sú mjólk er stútfull af næringarefnum sem hjálpar folaldinu að haldast heilbrigt og verða stórt og sterkt. Ég lifði af mjólkinni hennar í marga mánuði og fór svo að éta gras þegar ég varð eldri.

Gras er það sem mér finnst best að éta. Hestar þurfa að éta mikið gras eða hey til að halda meltingafærunum heilbrigðum og til að líða vel. Það er skrítið, en mér leiðist aldrei að fá alltaf það sama aftur og aftur í matin.  Þar sem hestar eru grasbítur þurfa þeir að borða gras eða hey til að nærast og ég gæti ekki lifað af mat eins og mannfólkið borðar.

Um veturinn þegar kalt er úti, fáum við hey úti í haga og þegar ég á heima í hesthúsinu og ég ekki er úti í haga í fríi þá fáum við líka hey að minnsta kosti tvisvar á dag.

Þegar ég þarf að vinna mikið þarf ég að fá meira að éta og orkumeira fóður, sem er kallað kjarnfóður.

Mér finnst ekki gott að borða sælgæti eins og karamellur og súkkulaði, en ef ég hef verið duglegur og fær umbun, þá finnst mér voða gott að fá eina og eina gulrót eða eitt epli.

Ég drekk ekki gos eða djús, en ég elska íslenska vatnið okkar og get drukkið endalaust af því. Svo þarf ég líka að hafa saltstein til að sleikja og fá steinefni svo ég haldist hraustur og heilbrigður.

Veistu að hestar geta ekki ælt ef þeir verða veikir og fá illt í magann? Hestar geta fengið eitthvað sem heitir hrossasótt.  Það getur verið mjög vont og jafnvel hættulegt, og það er afar óþægilegt í magann, maður vill helst bara velta sér aftur og aftur og langar ekki til að éta neitt.  Einn vinur minn veiktist illa þegar hann stalst í að éta heila fötu af kjarnfóðri.  Hann fann fötuna þegar hann slapp út og komst inni fóður geymsluna.  Það er alls ekki gott fyrir hesta að éta mikið magn af kjarnfóðri í einu og þeir þurfa að venjast því í litlum skömmtum til að fá ekki illt í maganum.

 

bottom of page