top of page

Í heimsókn Hjá...

Purola Farm 

Purola Farm

Rakas Litli Mosi & Draumey

Þetta er frændi ykkar frá Finnlandi. Ég bý hér ásamt sjö öðrum íslenskum hestum á Purola Farm, Mið Finnland, en við erum allir fæddir á Norðurlandi Íslands.

Við elskum lífið okkar hér í Finnlandi, þó að það sé stundum kaldari hér en á Íslandi yfir veturinn. Sumarið er heitt og fullt af flugum sem hafa mikinn áhuga á okkur. 

Við vinnum við það að leyfa fólki á öllum aldri æfa sig á hestbaki, í útreiðtúrum í fallegu náttúrunni hér og einnig á reiðvellinum. Það koma einnig börn til okkar sem eiga erfitt í lífinu sínu til að eiga góða stundir með okkur.

Það eiga líka fleiri dýr heima á þessum bæ; einn hundur, sex kisur, átta hænur og einn hani. Í hesthúsinu okkar býr eitt shetlandpony með okkur, hann er mjög erfiður stundum, alltaf að reyna að stjórna okkur þó að hann sé svo lítill. 

Fjölskyldan sem býr hér með okkur er rosalega fín, Pipsa mamma hugsa mest um okkur og fólkið sem kemur til að taka reiðkennslu, Fränz pabbi gefur okkur alltaf að borða og börnin Lumi og Robi hugsa líka vel um okkur og fara með okkur í reiðtúra. Hlakka til að heyra í þér

Tervehdys

Mosi, Demantur, Keila, Pardus, Lettfeti, Kandidat, Fifill og Ylur

Í Mosfellsdalnum býr kona sem er með töfrahendur. Hún heitir Helga og smíðar hnakka handa hestunum okkar. Hún passar sig að vera mjög nákvæm og gerir hnakkana akkúrat passlega fyrir hestinn og knapann. 

Það tekur marga marga dagar að klára eitt eintak en það gerir þessa hnakka svo sérstaka. 

Helga er með risastóra saumavél í vinnustofunni sinni sem hjálpar henni en flest verður hún að sauma í höndum. 

Fyrir utan hnakkana er hún líka að smíða beisli og tauma. 

Til að fá betri hugmynd um hvað hún gerir í vinnustofunni sinni kíkið á myndirnar sem eru hér fyrir neðan. 

 

 

Ef þið passið vel upp á reiðtygin ykkar þá geta þau enst árum saman!

Helgu Söðlasmiðs

Helga Söðlasmiður

Ég heiti Biskup frá Wetsinghe og fæddist í Hollandi. Pabbi minn hann Kongur hefur verið stór Keppnishestur í Þýskalandi en ég ákvað frekar að vera heimsferðar hestur. 

Núna ætla ég að bjóða ykkur velkomin á hestabæinn minn í Nýja Sjálandi. Eigandin minn hún Jennie ákvað þegar ég var 5 vetra að flytja með mig og vinum mínum til Nýja Sjálands. Ferðin var ansi erfið og löng en ég sé ekki eftir því að hafa komið hingað. Lífið er mjög ljúft hér í heimilinu okkar sem heitir Skagarrönd. Jennie er að kenna og fer gjarnan í hestaferðir í þessari einstaklega fallegri náttúru. Einnig hjálpum við henni við að smala kálfa sem vilja strjúka og vera frekar úti en að fara inn í fjós. 

Skagarrönd er ein af fáum ræktunarstöðvum íslenska hestsins hér á hinum enda jarðarinnar. Hugsið ykkur, við höldum upp á jólin um mitt sumar. Ég þurfti fyrst að aðlagast því en núna er ég mjög ánægð með jólapálmatré og aðfangadagsseremoní á ströndinni :) 

Hér að neðan getiði fengið hugmynd um hvernig við lifum hér og hvað sem það er sem gerir Skógarrönd svo fallega!

Skógarrönd LTD

Skógarrönd LTD
bottom of page